Verð: | 990 ISK |
Bits and Pieces in English Spelling er mjög hentug og gagnleg bók í enskri ritun og stafsetningu. Í stað þess að fara yfir hvert einasta málfræði- og stafsetningaratriði eru hér teknar fyrir þær reglur sem helst vilja vefjast fyrir íslenskum nemendum.
Bókinni er skipt upp í kennslustundir en þar notum við orðið „stundir“ nokkuð frjálslega. Mætti jafnvel frekar tala um kennsluatriði eða einingar. Reynum við að hafa hverja stund stutta þannig að einungis eitt atriði er tekið fyrir í hverri kennslustund og mælumst í leiðinni til þess að stutt sé milli stunda.
Þetta er afar markviss þjálfun í enskri ritun og stafsetningu og er sérstaklega miðuð að þeim þáttum sem helst eru íslenskum nemendum erfiðir. Uppsetningin og efnistökin gera þetta að frábærri nýjung í enskukennslu á Íslandi. Er bókin 50 blaðsíður að lengd og hefur að geyma 38 stundir.
Bókin hentar vel fyrir 8.-10. bekk.