Grasaferð eftir Jónas Hallgrímsson
Grasaferð kom út í síðasta árgangi Fjölnis árið 1847 tveimur árum eftir lát Jónasar. Er sagan tímamótaverk, en margir telja hana marka upphaf íslenskrar sagnagerðar á síðari tímum og að hún sé fyrsta listræna smásagan í íslenskum nútímabókmenntum. Jónas mun hafa skrifað hana nokkru fyrr og hafa menn nefnt árin 1835 og 1836.