Oscar Wilde - stutt æviágrip | skolavefurinn.is

Oscar Wilde - stutt æviágrip

Einn skemmtilegasti og jafnframt litríkasti rithöfundur Breta á síðari hluta 19. aldar var Oscar Wilde eða Oscar Fingal O'Flahertie Wills Wilde eins og hann hét fullu nafni. Var hann fæddur í Dyflinni á Írlandi 16. október árið 1854 en hann lést einungis 46 ára gamall í París 30. nóvember árið 1900. Á sínum tíma var hann helst þekktur fyrir frábær leikrit sem hann skrifaði (alls 9 að tölu) og einnig fyrir ljóð, smásögur og eina skáldsögu, The Picture of Dorian Grey. Var Wilde einn skeleggasti fulltrúi fagurfræðinnar, en sú stefna átti þá töluverðu fylgi að fagna í Englandi, en megininntak hennar er ,,listin listarinnar vegna”. En það voru ekki bara ritstörfin sem héldu nafni Wilde's á lofti. Maðurinn var í alla staði mjög umdeildur ekki síst fyrir líferni sitt, en hann var t.a.m. dæmdur og settur í fangelsi fyrir samkynhneigð sem þá var bönnuð á Englandi. En hvað sem því leið þá var Wilde frábær rithöfundur og sýnir það best hve verk hans lifa góðu lífi enn þann dag í dag. Eina skáldsagan sem hann skrifaði um dagana, The Picture of Dorian Grey, ætti í raun að vera skyldulesning fyrir alla sem unna góðum bókmenntum.

 

Image

Tengill

Námsgreinar

Útprentanlegt (pdf)

Hljóðbækur á Hlusta.is