Ýmsar síður | skolavefurinn.is

Ýmsar síður

Skrift

Skrift 1 er fyrsta bókin í nýrri ritröð. Létum við útbúa leturgerðina sérstaklega fyrir þessa útgáfu. Við gerð hennar fylgdum við þeirri stafagerð sem hefur verið notuð í skólum á undanförnum árum en breyttum á stöku stað. Vonum við að þær breytingar sé flestum þóknanlegar, en við vitum að margir hafa sterkar skoðanir á þessu og vilja sem minnstar breytingar. 

Hvalir

Skólavefurinn býður ykkur hér upp á heildstætt námsefni um þá hvali sem hafast við á norðurhjara veraldar. Bæði er hægt að nálgast efnið í útprentanlegu formi og í margmiðlunarformi.

Margmiðlunarhlutinn skiptist í þrennt:

  • Almenn umfjöllun
  • Einstakir hvalir
  • Æfingar og leikir

Útprentanlega efnið skiptist einnig í:

Prófasíðan - þjálfun fyrir próf

Á þessari síðu bjóðum við upp á valið þjálfunarefni í völdum námsgreinum til að hjálpa nemendum að undirbúa sig fyrir próf.

Eins og gefur að skilja er alltaf erfitt að átta sig á hvernig prófin í hverjum skóla eru uppbyggð og á hvað áhersla er lögð. Þá eru margir óvissuþættir sem velta á því hvaða námsefni hefur verið lagt til grundvallar í viðkomandi skóla.

Heimspekingar fyrr og nú

Heimurinn, eðli hans og uppbygging hefur löngum valdið mönnum heilabrotum. Í aldanna rás hefur orðið til hópur manna sem við í daglegu tali köllum heimspekinga, sem hafa það að markmiði að finna röklegt samhengi tilverunnar, þannig að við getum skilið hana betur og áttað okkur á tilgangi lífsins. Á þessari síðu bjóðum við upp á kynningar á helstu heimspekingum sögunnar, kenningum þeirra og niðurstöðum sem þeir komust að. Efnið er boðið í þægilegum og aðgengilegum einingum sem hentar bæði einstaklingum og kennurum. Efnið er unnið af Dr. Geir Sigurðssyni heimspekingi.

Fiskabókin mín

Vinnubók um fiska. Hvað eru fiskar? Eru til margar gerðir? Hvar búa þeir? Eru ólíkir fiskar á ólíkum stöðum? Á hverju lifa þeir? Eru þeir einfarar eða ferðast þeir saman í hópum? Spurningarnar eru margar og hér verður leitast við að svara einhverjum þeirra.

Síður

Subscribe to RSS - Ýmsar síður