Íslenska 2 | skolavefurinn.is

Íslenska 2: Málfræði, málnotkun og stafsetning

Á þessari síðu er að finna allt efni sem flokkast undir málfræði, málnotkun og stafsetningu en auk þess er þar einnig að finna efni í ritun og skrift. Við skiptum efninu í stærri verk og stök minni verk. Stærri verk eru það sem við köllum stundum heildstæða vefi, þ.e.a.s. þar fara saman útprentanlegt efni (bækur, hefti og stök blöð) og vefefni (vefsíður, hljóðskrár og gagnvirkar æfingar). 

Íslenska 2

Málfarspistlar

Ein megin áherslan í íslenskunámi hlýtur alltaf að vera að fá fólk til að umgangast tungumálið af alúð og vera meðvitað um gott og vandað mál. Við munum á þessari síðu bjóða upp á reglulega málfarspistla þar sem fjallað er um ýmislegt sem gott er að hafa í huga varðandi málið og geta gefið tilefni til umræðna um málnotkun. Eru pistlarnir settir þannig fram að gott er grípa í þá milli stunda og getur hver og einn nálgast þá með sínum hætti. Hvetjum við alla til að kynna sér þessa pistla.

Málfræði

Í málfræði bjóðum við upp á ítarlegan hugtakabanka, þar sem öll helstu hugtök málfræðinnar eru skýrð á einfaldan og ljósan hátt. Þá bjóðum við upp á áhugaverð æfingahefti til útprentunar auk vefs þar sem hægt er að glíma við æfingar í völdum þáttum málfræðinnar gagnvirkt.

Síður

Subscribe to RSS - Íslenska 2