Lesum lipurt - lestrar- og málþjálfunarverkefni, síðari hluti
Við kynnum til sögunnar glænýtt kennsluefni eftir Sigríði Ólafsdóttur kennara við Flataskóla í Garðabæ. Nefnist það Lesum lipurt og létt og inniheldur lestraræfingar fyrir byrjendur. Eins og segir í inngangi bókarinnar byggir hún á lestraraðferð sem nefnd er orðmyndaaðferðin. Þar byrjar kennarinn á að lesa textann upphátt - Síðan les nemandinn hann upphátt þrisvar sinnum.