Bókmenntir | skolavefurinn.is

Bókmenntir

Gísla saga Súrssonar

Gísla saga Súrssonar hefur lengi verið með vinsælustu Íslendingasögunum og Gísli sjálfur ein ástsælasta hetjan sem þær hafa vakið til lífsins. Hefur sagan enda verið kennd í skólum landsins um áraraðir. Eins og með svo margar Íslendingasögur eru skilin á milli skáldsögunnar og raunverulegra atburða víða óglögg. Við vitum jú að flestar aðalpersónur sögunnar voru til og að ákveðinn kjarni atburðarásarinnar er sannur, en við gerum okkur líka fulla grein fyrir því að höfundur sögunnar, hver svo sem hann er, tekur sér listrænt skáldaleyfi þegar sagan kallar á það.

Hrafnkels saga Freysgoða

Hrafnkels saga Freysgoða er Íslendingasaga og jafnframt frægust allra Austfirðinga sagna. Hefur hún löngum verið mönnum hugleikin, sem m. a. má sjá af því að um enga aðra Íslendingasögu hefur verið skrifað meira nema ef væri Njála. Þrátt fyrir að hún sé heldur knöpp í samanburði við margar aðrar Íslendingasögur skipa listræn efnistök og bygging henni á bekk með þeim bestu.

Eiríks saga rauða

Eiríks saga rauða segir frá landnámi norrænna manna á Grænlandi og landafundum í Vesturheimi. Er hún sennilega skráð snemma á 13. öld og eins og með flestar aðrar Íslendingasögur er höfundur hennar ókunnur. Hún hefur varðveist í handritunum Hauksbók og Skálholtsbók. Svipar henni um margt til Grænlendinga sögu, en í stórum dráttum segja þær frá sömu atburðum en á ólíkan hátt og einnig greinir þær á um margt.

Laxdæla saga

Eins og með aðrar Íslendingasögur er ekki vitað um höfund Laxdælu, en því hefur stundum verið haldið fram að hún sé skrifuð af konu og verður það að teljast nokkuð óvenjulegt. Hafa menn komist að þeirri niðurstöðu kannski fyrst og fremst vegna þess hve konur hafa þar stór hlutverk og eru í raun miklir áhrifavaldar í allri framvindu sögunnar. Ber þar fyrst að geta Guðrúnar Ósvífursdóttur og svo Unni djúpúðgu og einnig írsku konungsdótturinni og ambáttinni Melkorku.

Ævintýri Þorsteins Erlingssonar

Sögurnar sem hér er að finna eftir skáldsnillinginn Þorstein Erlingsson eiga það allar sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um dýr og þá aukin heldur samskipti manna og dýra, enda var Þorsteinn mikill dýravinur. Sögurnar eru 4 og allar með góðum verkefnum. Bæði aðgengilegar á vef og í útprentanlegri útgáfu.

Hans Christian Andersen - æviágrip

Danski rithöfundurinn H.C. Andersen er í dag þekktur sem eitt mesta sagnaskáld allra tíma og hafa ævintýri hans verið þýdd á ótal tungumál og auðgað líf barna út um allan heim og veitt þeim gleði. En Andersen skáldaði ekki einungis upp ævintýri á prenti, því óhætt er að segja að ævi hans hafi verið eitt samfellt ævintýri. Hvernig hann sem fátækur alþýðudrengur, einn og umkomulaus, braust áfram, með vonina eina í farteskinu, til hæstu metorða er kannski mesta ævintýrið af þeim öllum og sýnir svo ekki verður um villst að ævintýrin gerast enn.

Koffortið fljúgandi

Ævintýri eftir H.C. Andersen. Byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en fært í nútímalegri búning á stöku stað. Verkefnin eru unnin með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla fyrir 5. bekk í íslensku.

Hans klaufi

Ævintýri eftir H.C. Andersen. Byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en fært í nútímalegri búning á stöku stað. Verkefnin eru unnin með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla fyrir 5. bekk í íslensku.

Storkarnir

Ævintýri eftir H.C. Andersen. Byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en fært í nútímalegri búning á stöku stað. Verkefnin eru unnin með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla fyrir 5. bekk í íslensku.

Síður

Subscribe to RSS - Bókmenntir