Bókmenntir | skolavefurinn.is

Bókmenntir

Robinson Crusoe

Sagan Róbinson Krúsó kom fyrst út árið 1719 og hét þá ,,Life and strange surprising adventures of Robinson Crusoe". Hún varð strax mjög vinsæl og enn þann dag í dag yljar hún lesendum út um allan heim, enda sagan verið þýdd á ótal tungumál. Höfundur sögunnar Daniel Defoe fæddist árið 1660 á Englandi og starfaði fyrst og fremst sem rithöfundur og blaðamaður. Hann samdi ótal skáldverk, en frægust þeirra eru sagan af Róbinson Krúsó og sagan Moll Flanders sem kom út árið 1722.

För Gúllívers til Putalands

Sagan af honum Gúllíver í Putalandi hefur lengi heillað unga sem aldna frá því hún kom fyrst út árið 1726. Höfundurinn var írskur maður, Jonathan Swift, og hefur hann stundum verið nefndur mesti háðsádeiluskrifari sem ritað hefur á enska tungu. Hér er sagan í þýðingu Þorsteins Erlingssonar með góðum verkefnum í íslensku sem taka mið af markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla fyrir 6. bekk. Er hér um að ræða heildstætt námsefni í íslensku. Sagan telur 13 kafla.

Haralds saga harðráða

Ein áhugaverðasta saga Snorra Sturlusonar í Heimskringlu um norska konunga er Haralds saga Sigurðarsonar hins harðráða. Sagan hefur löngum verið Íslendingum kær og kannski ekki síst fyrir þær sakir að Haraldur tengist Íslendingum sterkari böndum en flestir aðrir konungar Norðmanna frá þessum tímum og var þeim jafnan hliðhollur. Haraldur konungur ríkti til ársins 1066, þá rétt rúmlega fimmtugur, og hafði á ótrúlega stuttri ævi afrekað ótrúlega mikið.

Síður

Subscribe to RSS - Bókmenntir