Júdas
Okkur er ánægja að kynna söguna „Júdas“ eftir Sigurð Róbertsson rithöfund. Hér segir frá hinum eina sanna Júdasi Ískaríot, en sjónarhornið er ólíkt því sem við erum vön að fylgja og er óhætt að segja að sagan veiti okkur nýja sýn inn í þessa þekktu sögu úr Biblíunni. Já, það getur verið forvitnilegt að skoða söguna stundum í nýju ljósi. Sagan er í 9 köflum og er eins og alltaf fáanleg bæði í sérhannaðri vefútgáfu og í útprentanlegri útgáfu með góðum verkefnum. Telur hún í útprentun 25 blaðsíður. Á vefsíðunni er hægt að hlusta á söguna upplesna. Verkefni miðast við 8.-10. bekk.