Blomsterkonen
Hér er á ferðinni nútímaævintýri eftir Per Jespersen um stúlkuna Suzan sem leggur í ferð til að kynnast heiminum.
Flest ef ekki öll lönd eiga sín ævintýri, en það er með ævintýrin eins og með þjóðsögurnar að enginn veit hver hefur samið þau eða hver uppruni þeirra er. Vitað er að þau eru mjög gömul og ná allt aftur til Egyptalands til forna. Megintilgangur þeirra virðist hafa verið að skemmta fólki, en stundum geyma þau ákveðinn boðskap og jafnvel er hægt að draga af þeim einhvern lærdóm.