Saga | skolavefurinn.is

Saga

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Ef segja má að einhver ein kona standi upp úr í því að bæta réttindi kvenna á 19. öldinni þá var það Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Með ótrúlegri þrautseigju lagði hún grunninn að nýrri hugsun og vakti kvenfólk til vitundar um stöðu sína á tímum þegar þær nutu lítilla sem engra réttinda á við karla. Hún skrifaði fyrstu opinberu baráttugreinina fyrir réttindum kvenna og hélt fyrsta opinbera fyrirlesturinn um sama efni. Þá stofnaði hún fyrsta kvennablaðið.

Benedikt Sveinsson

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Einn af þeim mönnum sem hvað mest gáfu sig að baráttu Íslendinga fyrir auknu frelsi frá Dönum á síðari hluta 19. aldar var Benedikt Sveinsson, dómari, sýslumaður og alþingismaður. Frá því að hann settist fyrst á þing sem konungskjörinn þingmaður árið 1861 sat hann á þingi í 32 ár. Var hann alla tíð ákafur umbótasinni og lét til sín taka í mörgum málum.

Árni Oddsson lögmaður

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar.

Saki

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Hector Hugh Munro (Saki), kom víða við á ritvellinum, þrátt fyrir stuttan aldur. Hann skrifaði jöfnum höndum fréttir, pólitískar háðsádeilur, sagnfræði, leikrit, skáldsögur og smásögur. Í dag eru það þó aðallega smásögurnar sem halda nafni hans á lofti, enda margar hverjar afburða góðar og skemmtilegar.

Pétur „mikli“ Rússakeisari

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Þegar Pétur ,,mikli” komst til valda í Rússlandi árið 1682 var ástandið í landinu ekki gott á mörgum sviðum. Einangrunarstefna Rússa hafði leitt til þess að menntunarmál voru í ólestri og þá höfðu Rússar dregist aftur úr öðrum þjóðum í iðnaði, landbúnaði og viðskiptum; höfðu ekki náð að tileinka sér margar þær nýjungar og framfarir í tækni og verkkunnáttu sem önnur ríki Evrópu höfðu gert.

Oscar Wilde

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Einn skemmtilegasti og jafnframt litríkasti rithöfundur Breta á síðari hluta 19. aldar var Oscar Wilde eða Oscar Fingal O'Flahertie Wills Wilde eins og hann hét fullu nafni. Var hann fæddur í Dyflinni á Írlandi 16. október árið 1854 en hann lést einungis 46 ára gamall í París 30. nóvember árið 1900.

Marteinn Lúther

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Marteinn Lúther, sá maður sem hin íslenska þjóðkirkja kennir sig við fæddist 10. nóvember 1483 í borginni Eisleben í Þýskalandi.

Kofi Annan

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Kofi Annan er sjöundi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann er fyrsti maðurinn úr starfsliði samtakanna sem kjörinn er í embætti framkvæmdastjóra. Hann tók við 1. janúar 1997 og var síðan endurkjörinn árið 2002 og situr til 31. desember 2006.

Síður

Subscribe to RSS - Saga