Saga | skolavefurinn.is

Saga

Júlíus Sesar

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Júlíusar Sesars verður án efa ávallt minnst sem fyrsta keisara hins mikla og víðfeðma Rómaveldis. Hann hrifsaði völdin í sínar hendur árið 46 fyrir krist, en var þó ekki keisari nema í tvö ár. Nafnið eða titillinn keisari er einmitt dregið af eftirnafni hans Sesar.

Jules Verne

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Einn þekktasti rithöfundur Frakka og reyndar alls heimsins um miðja 19. öld var Jules Verne, en ásamt með enska höfundinum H. G. Wells var hann upphafsmaður vísindaskáldsögunnar, eins og við þekkjum hana í dag. Þó svo að sögur Vernes séu nú einkum lesnar af börnum og unglingum voru þær upphaflega skrifaðar fyrir mun stærri lesendahóp, og náðu jafnt til allra aldurshópa.

Jonathan Swift

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Sögurnar um ferðir Gúllívers hafa lengi notið mikillar hylli áhugasamra lesenda út um allan heim og gera enn í dag. Höfundur þessara frábæru sagna var írskur maður, Jonathan Swift, og hefur hann stundum verið nefndur mesti háðsádeiluskrifari sem ritað hefur á enska tungu.

Vilhjálmur sigursæli Englandskonungur

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Vilhjálmur hinn sigursæli hertogi yfir Normandí varð konungur yfir Englandi árið 1066 þegar herir hans báru sigurorð af herjum Haralds Guðinasonar við Hastings. Með honum komst ný ætt til valda á Englandi, ný þjóð, nýir stjórnarhættir, ný lög, nýir siðir og ný tunga. Þá myndaðist ný sýn fyrir Englendinga sem áttu ná skyndilega hagsmuna að gæta í Frakklandi.

W. A. Mozart

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Wolfgang Amadeus Mozart var austurískt tónskáld og flytjandi sem sýndi ótrúlega tónlistarhæfileika frá unga aldri. Afköst hans voru hreint með ólíkindum og á stuttri ævi samdi hann 27 píanókonserta, 23 strengjakvartetta, 35 fiðlusónötur og 41 sinfóníu.

Wilkie Collins

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Wilkie Collins eða William Collins eins og hann hét réttu nafni var með vinsælustu rithöfundum Englendinga á 19. öld. Hefur hann oft verið nefnddur faðir ensku sakamálasögunnar, sem verður þó að telja vafasamt enda byggði Collins sjálfur að einhverju leyti á sögum Edgar Allan Poe og annarra. Hann er þó almennt talinn vera fyrsti eiginlegi sakamálarithöfundurinn sem naut almennrar hylli.

Wright bræður

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Wright bræður voru fyrstir til að fljúga vélknúnu flugfari.

Játvarður góði Englandskonungur

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Játvarður hinn helgi (Edward the Confessor) var konungur yfir Englandi frá 1042–1066. Þó svo að hann virðist ekki hafa verið vel til konungs fallinn hélst nokkur friður í landinu meðan hann ríkti. Hann mun í upphafi hafa haft heldur lítinn áhuga á að vera kóngur, enda var hann mjög trúhneigður og mun að sögn hafa haft meiri áhuga á að sinna trúarþörf sinni en veraldlegum málum.

Japetus Steenstrup

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Ísland var einu sinni dönsk nýlenda og þá höfðu Danir mikil afskipti af þjóðinni. Þó svo að gleðin hafi verið mikil þegar Íslendingar öðluðust sjálfstæði frá Dönum má aldrei gleyma þeim Dönum sem sýndu Íslendingum bæði vinskap og veglyndi. Einn af þeim var náttúrufræðingurinn Japhetus Steenstrup sem ferðaðist hér um landið með Jónasi Hallgrímssyni og bauð honum skömmu áður en hann lést að dvelja hjá sér í Sórey þar sem Steenstrup starfaði.

Helen Keller

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Fram að því að Helen Keller kom til sögunnar og reynslusaga hennar varð kunn voru blindir, mállausir og/eða heyrnarlausir að mestu lokaðir frá venjulegu samfélagi og lokaðir inni í eigin heimi. Dugnaður hennar og vilji átti stóran þátt í að breyta því. Það er óhætt að segja að sagan af Helen Keller sé ein af þessum kraftaverkasögum sem endrum og sinnum gerast og sýna hverju má áorka ef einbeittur vilji og hugrekki fara saman.

Síður

Subscribe to RSS - Saga