Íslenska 1 | skolavefurinn.is

Íslenska 1

Ást og auður eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson. (prentútgáfa)

Ást og auður er stutt örlagasaga í 11 köflum, oft átakanleg. Segir þar frá stúlkunni Sigríði, bóndanum Gísla sem ann henni hugástum og kaupmanninum Þórarni sem giftist henni. Það sem kannski helst gerir söguna jafn góða og skemmtilega aflestrar og raun ber vitni er einlægnin og ákefðin sem býr að baki.

Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe

Sagan Róbinson Krúsó kom fyrst út árið 1719 og hét þá ,,Life and strange surprising adventures of Robinson Crusoe". Hún varð strax mjög vinsæl og enn þann dag í dag yljar hún lesendum út um allan heim, enda sagan verið þýdd á ótal tungumál.

Ferðir Münchhausens baróns - prentútgáfa m/verkefnum

Efnið sem skiptist í 19 kafla er einkum hugsað fyrir 5.-6. bekk. Byggir það í grunninn á hinum stórskemmtilegu sögum um Münchhausen barón. Eins og alltaf er efnið bæði fáanlegt í vefútgáfu með gagnvirkum æfingum (þar sem hægt er að hlusta á kaflana upplesna) og til útprentunar með fjölbreyttum verkefnum og svörum.

För Gúllívers til Putalands eftir J. Swift

Sagan af honum Gúllíver í Putalandi eftir Jonathan Swift hefur lengi heillað unga sem aldna frá því hún kom fyrst út árið 1726. Hér er hún í þýðingu Þorsteins Erlingssonar með góðum verkefnum í íslensku sem taka mið af markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla fyrir 6. bekk.

Sagan af Labba pabbakút – Útprentanleg vinnubók m/svörum

Sagan af Labba pabbakút eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur er afar skemmtileg saga og hér er búið að útbúa hana sem heildstætt námsefni í íslensku fyrir yngri nemendur. Efnið samanstendur af 7 köflum og skiptist í leshefti og vinnubók. Þá er einnig hægt að prenta út staka kafla. Útprentanlegri útgáfu fylgja verkefni og svör.  Vefútgáfu fylgja gagnvirkar æfingar og leikir. Einnig er hægt að hlusta á söguna upplesna.

Síður

Subscribe to RSS - Íslenska 1