Íslenska 1 | skolavefurinn.is

Íslenska 1

Auðunar þáttur vestfirska

Auðunar þáttur vestfirska segir frá Íslendingi sem heldur utan í leit að frægð og frama og lendir í hinum ýmsu ævintýrum. Textinn er annars vegar í vefútgáfu með gagnvirkum orðskýringum og spurningum og hins vegar til útprentunar með verkefnum og svörum (8 bls.).

Biblíurannsóknin

Saga eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Sagan er annars vegar í vefútgáfu með upplestri, gagnvirkum æfingum og orðskýringum og hins vegar til útprentunar með verkefnum og svörum (3 bls.)

Rósin frá Ríó

Sagan er annars vegar í vefútgáfu með gagnvirkum æfingum og orðskýringum og hins vegar til útprentunar með verkefnum (8 bls.).

Maríubarnið

Maríubarnið eftir Jónas Hallgrímsson. Sagan er annars vegar til útprentunar með verkefnum og hins vegar í vefútgáfu með gagnvirkum orðskýringum og spurningum.

Dreki úr arnareggi

Eins og kveðið er um í Aðalnámskrá grunnskóla er ætlast til að börn fái nokkra þekkingu á þjóðsögum og kynnist þeim fjölbreytta heimi sem þær birta okkur. Við bjóðum hér upp á söguna Dreki úr arnareggi. Sagan er annars vegar til útprentunar með verkefnum og svörum (3 bls.) og hins vegar í vefútgáfu með gagnvirkum æfingum.

Drengurinn sem sagði alltaf satt

Þessi saga býr yfir ákveðnum boðskap; boðskap sem alltaf á jafn vel við og kannski ekki síst í dag þegar heiðarleiki er nánast eingöngu metinn út frá þurrum lagabókstaf. Það, hvað má gera og hvað ekki, er orðið tilefni til deilna og hugtök eins og heiðarleiki hafa orðið svo óljósa merkingu að engin leið er að festa hönd á það.

Lestrarbók Skólavefsins

Stigskiptir lestextar um allt milli himins og jarðar. Hægt er að nálgast textana til útprentunar með verkefnum og í vefútgáfu með upplestri og gagnvirkum æfingum.

Síður

Subscribe to RSS - Íslenska 1