Haraldar saga hárfagra
Einn er sá konungur í Noregi sem mest áhrif hafði á byggð landsins í upphafi sögu okkar, en það er Haraldur hinn hárfagri. Það var á hans dögum sem landið byggðist og á margan hátt fyrir hans tilverknað. Þegar hann hófst handa við að sameina Noreg undir einn konung voru margir sem vildu ekki sætta sig við það og ákváðu í kjölfarið að leita annað og fundu þá Ísland. Má segja að til að skilja sögu okkar Íslendinga sem best er nauðsynlegt að kunna skil á sögu hans. Því förum við nú af stað með sögu Haralds hárfagra eins og Snorri Sturluson hefur skráð hana í Heimskringlu.