Íslenska 1 | skolavefurinn.is

Íslenska 1

Egils saga Skallagrímssonar

Egils saga Skallagrímssonar er og verður okkur Íslendingum ávallt hugleikin, enda ein af stórbrotnustu Íslendingasögunum og talin skrifuð af sjálfum Snorra Sturlusyni. Egils sögu má skipta í tvo hluta, en sá fyrri (1-27) segir sögu Kveld-Úlfs Bjálfasonar; sona hans Skalla-Gríms og Þórólfs og baráttu þeirra við norska konungsvaldið. Sá síðari segir svo sögu Egils sjálfs, af skáldinu, vígamanninum og bóndanum sem býður erlendu valdi byrginn og hefur sigur að lokum. 

 

 

Viðtal við Baldur Hafstað um Egils sögu Skallagrímssonar

Viðtalið var tekið af Ingólfi Kristjánssyni, ritstjóra Skólavefsins.

 

Íslendings þáttur sögufróða

Íslendings þáttur sögufróða segir frá íslenskum manni sem kemur til hirðar Haralds konungs og býðst til að skemmta hirðinni með sögum sínum. Textinn er annars vegar í vefútgáfu með gagnvirkum æfingum og orðskýringum og hins vegar til útprentunar með verkefnum og svörum (5 bls.).

Hjálpaðu þér sjálfur

Má segja að hér sé á ferðinni kennslubók í að ná árangri í lífinu og vitnað í sögur af merkum einstaklingum. Er hún í grunninn eftir mann að nafni Samuel Smiles, en það var Ólafur Ólafsson kenndur við Guttormshaga sem íslenskaði hana og staðfærði að íslenskum veruleika.

Hans Vöggur

Sagan Hans Vöggur er fyrsta sagan sem birtist eftir Gest, þá hann kemur alkominn heim frá námi árið 1882. Hún er skrifuð í anda raunsæis og er í raun lýsandi fyrir viðhorf Gests til þess samfélags sem hann bjó í. Sagan er annars vegar í vefútgáfu með gagnvirkum orðskýringum og spurningum og hins vegar til útprentunar með verkefnum og svörum (6 bls.).

Sannleiksást

Saga um George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Útprentanleg útgáfa telur 3 bls. með verkefnum.

Spýturnar sjö

Skemmtileg dæmisaga um sjö bræður og vitran föður þeirra. (Útprentanleg útgáfa telur 1 bls.)

Síður

Subscribe to RSS - Íslenska 1