Íslenska 1 | skolavefurinn.is

Íslenska 1

Kýr tárfellir

Sagan Kýr tárfellir er óvenjuleg og skemmtileg saga um tilfinningalíf kúa eftir Þorgils gjallanda sem hét réttu nafni Jón Stefánsson og var bóndi í Mývatnssveit. 3 bls. með verkefnum.

Mánuðirnir og tímamælingar

Mánuðirnir og tímamælingar er góður og vandaður texti sem gott getur verið að lesa til að þjálfa almennan lesskilning. 2 bls. með verkefnum. Gott er að tengja textann við nám í landafræði.

Adolf Hornberg

Saga með verkefnum. Sagan er fáanleg til útprentunar með verkefnum og í vefútgáfu með upplestri og gagnvirkum æfingum.

Ekki segja frá - vinnuhefti

Í bókinni Ekki segja frá eftir Arnheiði Borg er á nærfærinn og skilvirkan hátt tekið á böli því sem alkóhólismi getur haft í för með sér. Má segja að efnið henti vel frá 4. bekk og upp úr. Bókin hentar vel til kennslu í lífsleikni, en einnig má nota hana sem almenna lestrarbók.

Óboðnir gestir - vinnuhefti

Í bókinni Óboðnir gestir eftir Arnheiði Borg segir m.a. frá tröllabörnunum Græðgi, Fýlupúka, Óþekktarormi og Leti, auk jötuns sem ekki vill segja til nafns. Bókin hentar vel til kennslu í lífsleikni, en einnig má nota hana sem almenna lestrarbók. Bókina er hægt að panta hjá Skólavefnum. Vinnuheftið með bókinni telur 8 bls.

Í bóli bjarnar - vinnubók

Við bjóðum nú upp á vinnubók með bókinni Í bóli bjarnar eftir Guðjón Ragnar Jónasson. Hér er tekið á mörgum þáttum íslenskunnar sem oft er litið framhjá í öðru efni. Vinnuheftið telur 44 blaðsíður. Við minnum svo á þrjá viðauka við vinnubókina sem hver fyrir sig fæst í sérskjali.

Síður

Subscribe to RSS - Íslenska 1