Íslenska 1 | skolavefurinn.is

Íslenska 1

Vondi kóngurinn

Ævintýri eftir H.C. Andersen. Byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en fært í nútímalegri búning á stöku stað. Verkefnin eru unnin með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla fyrir 5. bekk í íslensku.

Eldfærin

Ævintýri eftir H.C. Andersen. Byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en fært í nútímalegri búning á stöku stað. Verkefnin eru unnin með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla fyrir 5. bekk í íslensku.

Benjamín Franklín - ævisaga

Þessi framhaldssaga segir frá einni af frelsishetjum Bandaríkjanna, Benjamín Franklín. Sagan er samin af dönskum presti, sem ekki er nafngreindur og þýdd af frelsishetjunni, sjálfum Jóni Sigurðssyni forseta. Hún kom fyrst út árið 1839 og var gefin út af Hinu íslenska þjóðvinafélagi. Eins og gefur að skilja höfum við orðið að gera ofurlitlar breytingar á stafsetningu hennar, en leyfum orðalagi Jóns að öðru leyti að njóta sín. Góð verkefni fylgja hverjum kafla.

Jón halti

Eflaust kannast margir við Jónas Jónasson frá Hrafnagili, þann er tók saman bókina ,,Íslenskir þjóðhættir", sem skólanemar og aðrir hafa stuðst svo vel við í gegnum tíðina. En þeir eru kannski færri sem vita það að Jónas var afkastamikill skáldsagnahöfundur og einn fyrsti spennusagnahöfundur okkar Íslendinga ef Íslendingasögurnar sjálfar eru ekki taldar með. Við ætlum nú að kynna ykkur þessa hlið á manninum Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili með því að bjóða ykkur upp á söguna ,,Jón halti" eftir hann í framhaldssöguformi.

Þrautir Heraklesar

Sagan af Heraklesi eða Herkúlesi, einsog hann er gjarnan nefndur, á sér rætur í grísku goðafræðinni. Við bjóðum upp á söguna í skemmtilegum búningi sem sem telur 14 kafla og getur hentað nemendum frá 7. og upp í 10. bekk. Hverjum kafla fylgja fjölbreytt og góð verkefni bæði vefútgáfu og prentútgáfu.

Haralds saga harðráða

Ein áhugaverðasta saga Snorra Sturlusonar í Heimskringlu um norska konunga er Haralds saga Sigurðarsonar hins harðráða. Sagan hefur löngum verið Íslendingum kær og kannski ekki síst fyrir þær sakir að Haraldur tengist Íslendingum sterkari böndum en flestir aðrir konungar Norðmanna frá þessum tímum og var þeim jafnan hliðhollur. Haraldur konungur ríkti til ársins 1066, þá rétt rúmlega fimmtugur, og hafði á ótrúlega stuttri ævi afrekað ótrúlega mikið.

Íslensk ævintýri

Flest ef ekki öll lönd eiga sín ævintýri, en það er með ævintýrin eins og með þjóðsögurnar að enginn veit hver hefur samið þau eða hver uppruni þeirra er. Vitað er að þau eru mjög gömul og ná allt aftur til Egyptalands til forna. Megintilgangur þeirra virðist hafa verið að skemmta fólki, en stundum geyma þau ákveðinn boðskap og jafnvel er hægt að draga af þeim einhvern lærdóm.

Ferðir Münchhausens baróns

Efnið sem skiptist í 19 kafla er einkum hugsað fyrir 5.-6. bekk. Byggir það í grunninn á hinum stórskemmtilegu sögum um Münchhausen barón. Eins og alltaf er efnið bæði fáanlegt í vefútgáfu með gagnvirkum æfingum (þar sem hægt er að hlusta á kaflana upplesna) og til útprentunar með fjölbreyttum verkefnum og svörum. Verkefnin taka til flestra þeirra þátta sem kveðið er á um í Aðalnámskrá grunnskóla fyrir áðurnefnda aldurshópa. Er hér á ferðinni frábær viðbót í almenna íslenskukennslu á miðstigi sem enginn má láta framhjá sér fara.

Júdas

Okkur er ánægja að kynna söguna „Júdas“ eftir Sigurð Róbertsson rithöfund. Hér segir frá hinum eina sanna Júdasi Ískaríot, en sjónarhornið er ólíkt því sem við erum vön að fylgja og er óhætt að segja að sagan veiti okkur nýja sýn inn í þessa þekktu sögu úr Biblíunni. Já, það getur verið forvitnilegt að skoða söguna stundum í nýju ljósi. Sagan er í 9 köflum og er eins og alltaf fáanleg bæði í sérhannaðri vefútgáfu og í útprentanlegri útgáfu með góðum verkefnum. Telur hún í útprentun 25 blaðsíður. Á vefsíðunni er hægt að hlusta á söguna upplesna. Verkefni miðast við 8.-10. bekk.

Kjalnesinga saga

Hér birtist Kjalnesinga saga í rafrænni útgáfu, ætluð til lestrar á unglingastigi og í framhaldsskólum. Sögunni fylgja orðskýringar, spurningar um innihald og svör, leiðbeiningar til kennara (umræðuefni) og upplestur; einnig eftirmáli þar sem Baldur Hafstað ræðir um söguna, leyndardóma hennar og sérstöðu meðal fornsagna.

Síður

Subscribe to RSS - Íslenska 1