Vondi kóngurinn
Ævintýri eftir H.C. Andersen. Byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en fært í nútímalegri búning á stöku stað. Verkefnin eru unnin með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla fyrir 5. bekk í íslensku.
Á þessari síðu er að finna allt efni sem flokkast undir lestur, lesskilning og bókmenntir, en auk þess falla liðirnir hlustun og ritun hér inn líka. Við flokkum efnið í stærri og minni verk. Stærri verk eru það sem við köllum heildstæðir vefir þar sem saman fer útprentanlegt efni og vefefni. Minni verk eru meira stök verkefni.
Flest ef ekki öll lönd eiga sín ævintýri, en það er með ævintýrin eins og með þjóðsögurnar að enginn veit hver hefur samið þau eða hver uppruni þeirra er. Vitað er að þau eru mjög gömul og ná allt aftur til Egyptalands til forna. Megintilgangur þeirra virðist hafa verið að skemmta fólki, en stundum geyma þau ákveðinn boðskap og jafnvel er hægt að draga af þeim einhvern lærdóm.