Íslenska 1: Lestur, lesskilningur og bókmenntir
Á þessari síðu er að finna allt efni sem flokkast undir lestur, lesskilning og bókmenntir, en auk þess falla liðirnir hlustun og ritun hér inn líka. Við flokkum efnið í stærri og minni verk. Stærri verk eru það sem við köllum heildstæðir vefir þar sem saman fer útprentanlegt efni og vefefni. Minni verk eru meira stök verkefni.
Íslenska 1
Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjabana
Egils sögu einhenda og Ásmundar berserkjabana er að finna í safninu Fornaldarsögur Norðurlanda. Hún er hér í nokkuð einfaldaðri útgáfu, ætluð til kennslu í 3.-4. bekk grunnskóla. Hverjum kafla fylgja frábær verkefni, bæði útprentanlegu útgáfunni og vefútgáfunni. Þá er hægt að hlusta á alla kaflana upplesna af vefútgáfunni. Athugið að hægt er að panta bók og vinnubók á bóksölunni, en svo er líka hægt að prenta út af vefnum.
Gunnlaugs saga ormstungu
Gísla saga Súrssonar
Gísla saga Súrssonar hefur lengi verið með vinsælustu Íslendingasögunum og Gísli sjálfur ein ástsælasta hetjan sem þær hafa vakið til lífsins. Hefur sagan enda verið kennd í skólum landsins um áraraðir. Eins og með svo margar Íslendingasögur eru skilin á milli skáldsögunnar og raunverulegra atburða víða óglögg. Við vitum jú að flestar aðalpersónur sögunnar voru til og að ákveðinn kjarni atburðarásarinnar er sannur, en við gerum okkur líka fulla grein fyrir því að höfundur sögunnar, hver svo sem hann er, tekur sér listrænt skáldaleyfi þegar sagan kallar á það.
Hrafnkels saga Freysgoða
Hrafnkels saga Freysgoða er Íslendingasaga og jafnframt frægust allra Austfirðinga sagna. Hefur hún löngum verið mönnum hugleikin, sem m. a. má sjá af því að um enga aðra Íslendingasögu hefur verið skrifað meira nema ef væri Njála. Þrátt fyrir að hún sé heldur knöpp í samanburði við margar aðrar Íslendingasögur skipa listræn efnistök og bygging henni á bekk með þeim bestu.