Stafirnir mínir stórir og smáir
32 bls. vinnubók um stóran og lítinn staf.
Á þessari síðu er að finna allt efni sem flokkast undir lestur, lesskilning og bókmenntir, en auk þess falla liðirnir hlustun og ritun hér inn líka. Við flokkum efnið í stærri og minni verk. Stærri verk eru það sem við köllum heildstæðir vefir þar sem saman fer útprentanlegt efni og vefefni. Minni verk eru meira stök verkefni.
32 bls. vinnubók um stóran og lítinn staf.
Í sögunni Þjófaland eftir Hugin Þór Grétarsson er vikið að mörgum undirstöðum mannlegs lífs og boðið upp á umræðu um hugtök á borð við lýðræði, rétt, rangt, græðgi, nægjusemi og ótal margt fleira. Vinnuhefti með sögunni telur 14 bls.
Í sögunni Nammigrísinn eftir Hugin Þór Grétarsson víkur höfundur að óhófi, neysluhyggju og græðgi á athyglisverðan hátt. Vinnuhefti með sögunni telur 15 bls. Er það unnið með yngri bekki grunnskólans í huga, en samt þannig að nota má það á fleiri aldursstigum en einu.
24 bls. vinnubók með skáldsögunni Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson.
Bragur.is - Vefur um bragfræði fyrir ljóðelska.
Sagan Að löngum árum liðnum eftir Agnes M. Dunne fjallar um ungan mann, Alfred Banford sem er af aðalsættum. Alfred og fjölskylda hans fá hjálp úr ólíklegustu átt þegar vagn þeirra bilar á heimleið. Í framhaldi fær Alfred hestasveininn sem hjálpaði þeim til að aðstoði sig við að koma móður sinni á óvart.
Vinnubók með bókinni Hlývindi - ljóð og laust mál eftir Stephan G. Stephansson. (Höfundur bókarinnar er Baldur Hafstað.)
Vinnubókin telur 54 bls.