Íslenska 1 | Skólavefurinn

Íslenska 1

Brennu-Njáls saga

Brennu-Njáls saga, eða Njála eins og hún er kölluð, þarfnast engrar kynningar við. Flestir Íslendingar vita af henni og hvaða sess hún hefur í bókmenntum vorum. Sagan hefur að geyma margar af helstu hetjum fortíðarinnar, fólk eins og þau Njál og Bergþóru, Gunnar og Hallgerði langbrók, Kára Sölmundarson og hinn stórbrotna Skarphéðin Njálsson. Þá má ekki gleyma einum helsta skúrki íslenskra bókmennta, Merði Valgarðssyni.

Ást og auður

Ást og auður er stutt örlagasaga í 11 köflum, oft átakanleg. Segir þar frá stúlkunni Sigríði, bóndanum Gísla sem ann henni hugástum og kaupmanninum Þórarni sem giftist henni. Það sem kannski helst gerir söguna jafn góða og skemmtilega aflestrar og raun ber vitni er einlægnin og ákefðin sem býr að baki.

Bakkabræður

Sögurnar af bræðrunum frá Bakka, þeim Gísla, Eiríki og Helga, hafa skemmt ungum sem öldnum um langan aldur. Við bjóðum hér upp á sögurnar af Bakkabræðrum bæði í vefútgáfu og til útprentunar með verkefnum. 

Síður

Subscribe to RSS - Íslenska 1