Hlustun og skilningur: Stig 4
Textarnir í stigi 4 eru á bilinu 500–600 orð. Eru textarnir lítillega einfaldaðir þegar þörf þótti. Eins og á 3. stigi eru þrír valmöguleikar með hverri spurningu. Fjöldi spurninga er misjafn eða frá 9–16 spurningar. Þurfa nemendur stundum að beita ályktunarhæfni til að svara sumum spurninganna. Á þessu stigi er leshraði hægur.