Íslenska 1 | skolavefurinn.is

Íslenska 1

Hlustun og skilningur: Stig 4

Textarnir í stigi 4 eru á bilinu 500–600 orð. Eru textarnir lítillega einfaldaðir þegar þörf þótti. Eins og á 3. stigi eru þrír valmöguleikar með hverri spurningu. Fjöldi spurninga er misjafn eða frá 9–16 spurningar. Þurfa nemendur stundum að beita ályktunarhæfni til að svara sumum spurninganna. Á þessu stigi er leshraði hægur.

Hlustun og skilningur: Stig 3

Textarnir í stigi 3 eru á bilinu 400–500 orð. Eins og með texta á fyrri stigum eru þeir einfaldaðir, en þó í mun minna mæli en á stigum 1 og 2. Flóknar setningar eru líka einfaldaðar, en ekkert er hugað að lengd setninga. Þá eru nú komnir þrír valmöguleikar við hverja spurningu í stað tveggja, en auk þess þurfa nemendur að beita rökvísi við að svara sumum spurninganna.

Hlustun og skilningur: Stig 2

Meginmunurinn á stigi 1 og 2 er lengd textanna. Í stað texta með 200–300 orðum er lengdin hér 300–400 orð. Textarnir eru einfaldaðir , þ.e. erfiðum orðum er skipt út fyrir einfaldari, flóknar setningar einfaldaðar og langar setningar styttar. Þó heldur minna en á stigi 1. Um er að ræða beinar spurningar, hver með tveimur valmöguleikum. Á þessu stigi er leshraði mjög hægur.

Hlustun og skilningur: Stig 1

Lengd textanna er á bilinu 200–300 orð og textarnir einfaldaðir, þannig að fá orð ættu að orka tvímælis. Einungis er um beinar staðreynda spurningar að ræða og eru 6–8 spurningar með hverjum texta. Þá er bara um tvo valmöguleika að ræða í hverri spurningu.

Lestur og lesskilningur

Undanfarið hefur mikið verið rætt um lesskilning eða skort á honum meðal ungs fólks og sýnist sitt hverjum um það hvort lesskilningi hafi almennt hrakað og þá hverju sé um að kenna. Víst er það aukin afþreying af ýmsu tagi hefur orðið þess valdandi að fólk les almennt minna og ekkert við því að segja.

Síður

Subscribe to RSS - Íslenska 1