Bókmenntir | skolavefurinn.is

Bókmenntir

Egils saga Skallagrímssonar

Egils saga Skallagrímssonar er og verður okkur Íslendingum ávallt hugleikin, enda ein af stórbrotnustu Íslendingasögunum og talin skrifuð af sjálfum Snorra Sturlusyni. Egils sögu má skipta í tvo hluta, en sá fyrri (1-27) segir sögu Kveld-Úlfs Bjálfasonar; sona hans Skalla-Gríms og Þórólfs og baráttu þeirra við norska konungsvaldið. Sá síðari segir svo sögu Egils sjálfs, af skáldinu, vígamanninum og bóndanum sem býður erlendu valdi byrginn og hefur sigur að lokum.

Grasaferð eftir Jónas Hallgrímsson

Grasaferð kom út í síðasta árgangi Fjölnis árið 1847 tveimur árum eftir lát Jónasar.  Er sagan tímamótaverk, en margir telja hana marka upphaf íslenskrar sagnagerðar á síðari tímum og að hún sé fyrsta listræna smásagan í íslenskum nútímabókmenntum.  Jónas mun hafa skrifað hana nokkru fyrr og hafa menn nefnt árin 1835 og 1836.

Snorra-Edda: I. Prologus

Snorra-Edda er íslensk handbók í skáldskaparfræðum, samin af Snorra Sturlusyni, einhvern tíma á bilinu 1220–1230. Verkið hefst á Prologus (formála) þar sem lýst er sköpun heims, upphafi trúarbragða og tilurð hinna fornu ása. Meginmálið skiptist svo í þrjá hluta þar sem fremst fer Gylfaginning, þá Skáldskaparmál og loks Háttatal.

Snorra-Edda: II. Gylfaginning

Snorra-Edda er íslensk handbók í skáldskaparfræðum, samin af Snorra Sturlusyni, einhvern tíma á bilinu 1220–1230. Verkið hefst á Prologus (formála) þar sem lýst er sköpun heims, upphafi trúarbragða og tilurð hinna fornu ása.

Meginmálið skiptist svo í þrjá hluta þar sem fremst fer Gylfaginning, þá Skáldskaparmál og loks Háttatal.

Snorra-Edda: III. Valdir kaflar úr Skáldskaparmálum

Snorra-Edda er íslensk handbók í skáldskaparfræðum, samin af Snorra Sturlusyni, einhvern tíma á bilinu 1220–1230. Verkið hefst á Prologus (formála) þar sem lýst er sköpun heims, upphafi trúarbragða og tilurð hinna fornu ása. Meginmálið skiptist svo í þrjá hluta þar sem fremst fer Gylfaginning, þá Skáldskaparmál og loks Háttatal.

Hér birtast valdir kaflar úr Skáldskaparmálum ásamt verkefnum þar sem nemendur kynna tilteknar frásagnir úr Skáldskaparmálum frammi fyrir bekkjarfélögum.

Íslendings þáttur sögufróða

Íslendings þáttur sögufróða segir frá íslenskum manni sem kemur til hirðar Haralds konungs og býðst til að skemmta hirðinni með sögum sínum. Textinn er annars vegar í vefútgáfu með gagnvirkum æfingum og orðskýringum og hins vegar til útprentunar með verkefnum og svörum (5 bls.).

Hans Vöggur

Sagan Hans Vöggur er fyrsta sagan sem birtist eftir Gest, þá hann kemur alkominn heim frá námi árið 1882. Hún er skrifuð í anda raunsæis og er í raun lýsandi fyrir viðhorf Gests til þess samfélags sem hann bjó í. Sagan er annars vegar í vefútgáfu með gagnvirkum orðskýringum og spurningum og hins vegar til útprentunar með verkefnum og svörum (6 bls.).

Síður

Subscribe to RSS - Bókmenntir